Um beint lýðræði

Þegar lýðveldið Ísland var stofnað var ekki tæknilega framkvæmanlegt að allir tæku þátt og var því brugðið á það ráð að koma á laggirnar fulltrúalýðræði þar sem ákveðnum einstaklingum var treyst til að taka að sér að sjá um og stýra rekstri félags landsmanna. Þetta fyrirkomulag hefur komið okkur Íslendingum á margan hátt meðal fremstu þjóða heims þegar kemur að lífsgæðum, menntun og umönnun. Nú er hins vegar orðið alveg ljóst að spillingin í því fyrirkomulagi er orðin á mörgum sviðum óviðráðanleg þar sem ráðmenn þjóðarinnar setja hag örfárra einstaklinga og fyrirtækja í forgang yfir hag landsmanna í heild.

Í dag er hins vegar öldin önnur hvað varðar tækni og löngu komin tæki og tól sem tengja alla saman og flestir orðnir fullfærir um að nota með árangursríkum hætti.

Tökum dæmi:

Gefum okkur að dagurinn sé dagurinn í dag og einstaklingarnir sem við kusum á þing vegna hæfni þeirra og visku til að stjórna og reka stofnanir og fyrirtæki okkar eru öll nýbúin að ákveða að borga sjálfum sér himinháa aflandseyju-færa bónusa fyrir vel unnin störf í okkar þágu. Þetta er skrifað í lög og plöggin send til forsetans.

Forsetinn fer yfir lögin og kemur lögunum sem samþykkja á í App sem heitir "Hjálp". Appið er í símum eigenda landsins en þá ætti að horfa á eins og stjórnarmenn og konur í stóru fyriræki sem þau eiga og bera ábyrgð á. Innan skammst heyrist tíst eða píp í símum landsmanna (nema þeim sem eru stilltir á silent auðvitað...). 

Þú lítur á símann og það er kallað eftir hjálp. Þú rennir fingrinum eftir skjánum og nýjar upplýsingar birtast. 

 Já, þú villt gjarnan vita meira um þessa ákvörðun og smellir á lesa meira.

Það eru 3 möguleikar. Já, nei og skoðun leiðtoga (forseta). Þú vilt gjarnan sjá hvað öðrum finnst þannig þú smellir á "Nei - Sjá athugasemdir". 

Þar sérðu að það eru bara 3 athugasemdir og númer 1# er frá Jónu Bjarnadóttur með 93.216 likes og númer 2# frá Arnari Alþingissyni með 72 likes og múmer 3# frá Gunnari Einarssyni sem rekur lestina með aðeins 1 like (kall greyið...).

Jæja, það er bara svona hugsar þú og þú smellir á efstu athugasemdina nr. 1#.

Þar stendur:

Þú ert síðan bara sammála henni Jónu eða ekki og hugsanlega setur inn eigin athugasemd. Þú smellir á "Til baka" og smellir á athugsemd nr. 2 sem er með 72 likes sem ekki ljúga. 

Þá ertu búin/n að skoða þær athugasemdir sem flest "likes" hafa fengið en ein athugasemd er þarna í viðbót... 

(Ég hafði persónulega samband við Gunnar og sagði honum að örvænta ekki, það ættu fæstir pening fyrir þessu lengur en fólk sennilega bara tímdi ekki að splæsa "lækinu" sínu á athugasemdina hans, þó góð væri þar sem aðrar betri hefðu komið...). 

Þú ferð aftur í aðalvalmyndina og smellir á "Skoðun leiðtoga" og þar geturðu lesið þig til um skoðun þess er ríkið leiðir. Þegar þú hefur lesið þig til og farið yfir markmið og árangur stjórnarinnar líkar þú einfaldlega við annað hvort Já/Nei. Appið þakkar þér pent fyrir og þú lokar því. Þú hefur fengið tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið sem þú ert hluti af.

Með því að nota internetið og samfélagsmiðla í dag er vel hægt að láta fólkið sjálft taka ákvarðanir um rekstur og stefnu landsins en auðvitað þarf einhver að bera ábyrgð á rekstrinum dags daglega eins og í öðrum fyrirtækjum.

Í "einka" og "hf" fyrirækjum eru eigendur eða fulltrúar þeirra í stjórn félagsins og samþykkja gjörðir framkvæmdastjórnar. Við Íslendingar erum það fá að við getum vel verið öll í stjórninni og gerum það til að tryggja að vilji meirihlutans ráði. Það væri gráupplagt fyrir næstu framkvæmdastjórn þessa lands í upphafi tímabils á þingi að setja sér skýr markmið og útskýra þau síðan fyrir landsmönnum eins og algilt er hjá einkafyrirækjum. Markmiðin séu vel skilgreind og hafi skýrar tíma- og kostnaðaráætlanir og eigendur fái tækifæri til þess líka við markmiðin til þess að fá forgangsröðun á hreint og/eða eyða út og bæta við nýjum. 

Þetta er auðvitað bara ein leið til þess að stýra landi og/eða fyrirtæki eða samfélagi. Ég veit vel vegna reynslu minnar að ef hæfileikar og vilji okkar allra kæmi saman um slíkt verkefni þá myndi það ekki taka langan tíma að koma slíku kerfi á laggirnar hér á landi og myndi gjörbylta hvernig fólk lifir saman í samfélögum. Hvernig sem þetta verður gert þá er eitt alveg ljóst, það breytist ekkert með því að skipta um lit á liðinu sem í kerfinu situr, það þarf að endurhugsa og endurhanna kerfið og til þess þurfum við hjálpast að.


Takk takk