Þróunarsetur

Rannsóknar markmið Edengarða Íslands.

Hér hef ég rissað upp þau atriði sem við ættum að einbeita okkur að til uppbyggingar á sjálfbærni þjóðar. Þetta er auðvitað bara það sem mér finnst en auðvitað þurfa sem flestir að koma að slíkri markmiðavinnu fyrir samfélag okkar.

1) Orkugjafar. Leggja áherslu á að rannsaka og þróa m.a. vetni sem eldsneyti á venjulegar bensín/dísel vélar. Vetni er unnið úr vatni H2O og eigum við íslendingar gríðarlegt magn af vatni. Nýverið gaf Toyota motors laus öll einkaleyfi sín sem snúa að vetnisbílum og vetnisframleiðslu en einnig hafa fleiri aðilar gert sambærilegar rannsóknir s.s. Stanley Meyer en sú þróunnarvinna gengur útá að skilja Hydrogenið frá súrefninu og nota hreint hydrogen til brennslu í sprengi-vélum. Einnig er lagt til að rannsakað verði vinna einstaklinga s.s. Nikola Tesla og Viktor Shaubergers. Markmiðið er að hanna lausnir sem hægt er að setja m.a. í núverandi bifreiðar og aðrar vélar sem ganga fyrir olíu og eða öðrum óumhverfisvænum orkugjöfum sem við sjálf getum framleitt á náttúruvænann hátt.

2) Matvælaframleiðsla. Markmiðið er að þróa nýjar lausnir sem flýtt geta vaxtarhraða grænmetis og ávaxta sem framleiddir eru á Íslandi en í fullkomnum takti við náttúruna.

3) Iðnaðarhampur. Rannsaka og þróa Iðnaðarhamp til hráefnisgerðar. Iðnaðarhampur er með gríðarlega sterkar trefjar sem henta mjög vel í margskonar vörur en talið er að hægt sé að nota iðnaðarhamp í milljónir vara sem í dag eru gerðar úr óendurnýtanlegum auðlindum jarðar. Iðnaðarhampur getur vaxið á flest öllum stöðum á jörðinni og þar á meðal á íslandi og er vaxtartími 3-4 mánuðir og getur orðið allt að 15 fet á hæð á þeim tíma. Markmiðið er að fá bændur á landinu til að rækta hráefnið en EÍ þróar lausnir úr hráefninu í samvinnu við bændur.

 4) Lyfjahampur. Rannsaka og þróa lausnir úr lyfjahampi til lækninga. Undanfarin ár hefur mikið af rannsóknum litið dagsins ljós þar sem hampolía úr lyfjahampi hefur reynst gríðarlega vel í baráttunni m.a. við krabbamein, gláku, spasma svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið yrði að rannsaka mismunandi tegundir lyfjahamps og finna bestu tegundina fyrir hvern og einn sjúkdóm sem um ræðir. Einnig væri markmið að þróa lausnir þar sem fólk getur sjálft ræktað plöntuna og búið til olíuna (lyfið) sjálft. Lyfjahampur hefur verið ranglega settur á bannlista í mörgum löndum en ef að er gáð þá kemur í ljós að gríðarlegir hagsmunir myndu tapast fyrir ákveðin fyrirtæki er vinna að lækningu á sjúkdómum og hefur því miklu verið til eytt í að eyðileggja orðspor Lyfjahamps og mála það sem Skrattinn á veggnum. Svo vitað sé hefur aldrei, aldrei nokkurtíman neinn dáið af neyslu Lyfjahamps (Kannabis) en einnig kemur í ljós að fyrir um 70 árum var Lyfjahampur notaður útum allann heimi til lækninga á margskonar sjúkdómum. Við hvetjum fólk til að lesa sig vel til og taka svo afstöðu til þessarar náttúrulegu lækninga plöntu til þúsundra ára á upplýstann hátt. Hér er grein sem ég hvet ykkur til að lesa og skoða vel þá hlekki sem eru neðst í greininni.

5) Vatn. Rannsaka áhrif  mismunandi tíðna á strúktur vatns og hvernig er hægt að nýta þá þekkingu til að láta t.d. grænmeti og ávexti vaxa hraðar og betur með strúktúruðu vatni. Rannsóknir Dr. Masuro Emoto verða hafðar til hliðsjónar en skv. hans rannsóknum seinustu 50 árin hefur komið í ljós að vatn breytir strúktúr sínum eftir því hvernig tíðni er í kringum vatnið. Einnig hafa rannsóknir hans sýnt fram á að tilfinningar fólks hafa áhrif á strúktúr vatns og þykja þær rannsóknir benda til að þar sé komið svarið við lyfleysu eða placibo effect.

6) Tíðni. Allt í alheiminum virðist byggjast á tíðni eða hljóði. Þessi tíðni eða þetta hljóð heyrum við mannfólkið yfirleitt ekki en hægt er að mæla þessa tíðni með mælitækjum. Markmiðið er að rannsaka áhrif hljóðs á vöxt plantna til að skoða hvort hægt sé að nota hljóð til að auka vaxtarhraða og heilbrigði planta svo og mannfólks.

7) Molta/Áburður. Þróa aðferðir við að nota úrgang úr fiskframleiðslum og eða öðrum íslenskum iðnaði t.d. úrgang úr grænmetis/ávaxtaframleislu til moltu og áburðargerðar.

8) Lýsingar. Rannsaka hvaða ljósgjafar henta best til framleiðslu á ávöxtum og grænmeti en mikil þróun hefur orðið á seinustu árum í lýsingarbúnaði og má þar m.a. nefna LED ljós sem nota brot af orku sem hefðbundnar gló/flúor perur gera. Einnig verður skoðuð ný lýsingartækni sem kallast "Plasma ljós" en plasma er í raun controlled elding.

9) Gróðurhúsaeiningar. Markmiðið er að þróa gróðurhúsa-einingar í mismunandi stærðum fyrir mismunandi framleiðslur. Einingarnar verða með innbyggðu lýsingar og hitakerfi eftir því sem við á en einnig verða þróaðar lausnir í lóðréttri ræktun (vertical farming) til að hámarka ræktunarsvæði í gróðurhúsum. Lagt er til að þróaðar verði lausnir fyrir einstaklinga, stofnanir og stærri samfélög.

10) Lax/silungur. Markmiðið er að þróa náttúrulegar aðferðir við að rækta lirfur sem fæðu fyrir laxaseiði til hafbeitar og silungaframleiðslu. Úrgangur úr fiskiframleiðslu nýtist síðan aftur í moltu eða áburðargerð til ræktunar á grænmeti og ávöxtum til neyslu.

11) Jarðvarmi. Markmiðið er að rannsaka hvernig best er að nýta heitt vatn til upphitunar gróðurhúsa en gríðarlegt magn af affalsvatni er látið renna útí sjó en auðvitað erum við með því bara að henda hreinni náttúrulegri orku í sjóinn.

12) Lífkeðja náttúrunnar. Allar þær lausnir/málefni sem EÍ rannsakar eiga að stuðla að sjálfbærni þjóða og er markmið EÍ að bjóða uppá heildarlausnir á sviði sjálfbærni sem eru í fullkomnri sátt við lífkeðju jarðarinnar og samfélagsins sem þar býr.

13) Stjórntæki. Þróaðar verða hugbúnaðarlausnir sem gera eigendum EÍ að taka beinann og virkann þátt í þeim ákvörðunum sem taka þarf þegar kemur að rekstri og félagsins.