Sköpunarfræðin

Þessar glærur eru úr fyrirlestri sem fjallar um Blóm Lífsins og Gullna sniðið. Veröldin öll og allt sem í henni er byggt (skapað) útfrá ákveðnum reglum er fylgja, skala, takti og formi. Af hverju skiptir það máli? Vegna þess að fyrr en við skiljum að þetta sé skapað og hvernig það virkar munum við ekki geta lifað í sátt og samlyndi við sköpunina og hvort annað. Þau sem stjórnað hafa hér á þessari jörð í gegnum tíðina hafa afvegaleitt okkur öll og talið okkur trú um að þetta sé bara kaos og algjör tilviljun að við séum til. Fræðin sem fjallað er um í þessum fyrirlestri sýna fram á, án nokkurs vafa að veröldin sem við búum í er fullkomin sköpun og við þar með talin. Hvað skal kalla slíkt er uppá hvern og einn komið en í mínum huga er viðkomandi bara Guð.