Markmið til framtíðar

Hér munum við birta lista yfir þau markmið sem við sem þjóð setjum okkur. Ég hef listað hér upp það sem mér datt í hug en á síðu okkar á Facebook verður skoðanakönnun þar sem fólki gefst kostur á að líka við þau markmið sem þau telja mikilvægust í samfélaginu.

1) Að allir hafi ráð á/aðgang að mannsæmandi næringu fyrir líkama og sál.

2) Húsnæði fyrir alla. Allir hafi aðgang og búseturétt að húsnæði til frambúðar fyrir sig og sína.

3) Heilsugæsla. Allir fái heilsugæslu og aðgang að þeim lækningum sem sérfræðingar og þau sjálf velja.

4) Félagsleg þjónusta. Allir hafi sama rétt er kemur að félagslegri þjónustu.

5) Aldraðir. Við ákveðum saman á hvaða aldri fólk getur sest í helgann stein og að allar þarfir þeirra séu uppfylltar og aldraðir geti átt áhyggjulaust líf þar til yfir líkur.

6) Atvinna. Við ákveðum saman í hvaða átt við viljum stefna þegar kemur að atvinnu-uppbyggingu. Hvort sem fólk vill frekari orkufreka stóriðju eða léttari iðnað s.s. ferðaþjónustu og matvælaræktun og hvert markmið okkar á að vera þegar kemur að fjölda vinnustunda pr. einstakling eða fjölskyldu. 

7) Menntun. Allir hafi aðgang að þeirri menntun sem hver og einn velur sér.

Þetta eru bara dæmi um markmið en á síðu okkar á Facebook munum við setja upp kannanir til þess að slípa til þessi markmið. Þessi markmi ættu að endurspgla hvernig við viljum sjá samfélagið þróast á næstu árum eða áratugum og geta þá leiðtogar okkar unnið að þessum markmiðum og við mælt árangur þeirra á einfaldann hátt. Ef ekkert þokast í þessa átt er ljóst að stjórnendur landsins eru að vinna fyrir fáa en ekki fjöldann. Ég vil enn og aftur minna á að þessi drög af markmiðum og gildum sem eru á þessari vefsíðu eru bara dæmi en mig langar að sjá hvort áhugi væri fyrir því hjá fólki að sameinast um framtíðarsýn fyrir leiðtoga okkar að vinna að.

Í mínum huga snýst embætti Forseta Íslands ekki um hvað frambjóðendur hafa uppá að bjóða heldur hvert þjóðin vill stefna og hvort viðkomandi frambjóðandi geti aðstoðað við að láta þær óskir (markmið) verða að raunveruleika eða ekki. Þjóðarleiðtogi Íslendinga á að mínu mati að tryggja að framkvæmdarvaldið (Alþingi) sé að vinna að þeim markmiðum sem þjóðin sjálf hefur sett sér en ekki markmiðum sem einungis fáir hagnast á eða vilja ná fram. 

Ég vil einnig minna aftur á að við þurfum ekki að vera búin að leysa öll málin áður en markmiðin eru sett, við setjum markmið og athugum svo í sameiningu hvort hægt sé að ná fram því markmiði sem við á. 

T.d. þó svo við sjáum ekki öll lausnirnar á markmiði þýðir það ekki að lausnin sé ekki til, enginn veit allt en saman vitum við og getum flest.